
Verkferli og tímafjöldi
Frá fyrstu skóflustungu til fyrstu kvöldmáltíðar á fjórum mánuðum
Eitt af okkar fyrstu verkefnum var glæsilegt 191 fermetra einbýlishús í Mývatnssveit.
Við óskuðum eftir því við eigendur að þeir myndu deila með okkur ferlinu með tilliti framgangs og tímafjölda.
Hér má sjá niðurstöðuna

26. júní 2020
Sökkul- og gólfhitakerfi
Sökkulkerfi lagt á sléttan púðann, plast lagt og fræst fyrir lagnaleiðum

Tími iðnaðarmanna hingað til
Pípari: 50 klst
Smiður: 105 klst
30. Júní
Gólfhitakerfi
Gólfhitakerfi lagt í plötukerfið. Varmastöðvum og rörum komið fyrir.



2. júlí 2020
Drenlagnir og járnabinding
Gengið frá drenlögum og járnabinding í plötu og sökkulveggjum kláruð.

Tími iðnaðarmanna í steypuvinnu:
Múrari: 20 klst
3. júlí
Plata og sökkull steyptur
Plata(með gólfhitakerfinu) og sökkull eru steyptir í einni steypu




20. júlí
Reising undirbúin, eftir gott frí
Reim fyrir útveggi komið fyrir og þá er hægt að hefja reisingu.

21. júlí
Reising hússing
Allir útveggir reistir




22. júlí
Sperrur, gaflar og þak
Gengið frá þakgöflum og sperrum

29. júlí
Reisingu og þakvinnu lokið
Búið að setja járn á þak, þakrennur og niðurfallsrör. Húsið fullbúið að utan, fyrir utan smávægilegan frágang
Tími iðnaðarmanna í júlí:
Smiðir og kranamaður: 319 klst




6. ágúst
Einangrun og rakasperra
Loft einangrað, rakasperra og loft lektað. Eldvarnarveggur milli bílskúrs og íbúðar settur upp

29. ágúst
Klæðning á vegg og loft
Lagnavinnu í útveggi og loft lokið og búið að bora fyrir innfeldri lýsingu. Búið að klæða loft og útveggi.




9. september
Innveggir, lagnir og klæðning
Allir innveggir settir upp, einangraðir og lögnum komið fyrir. Veggir og loft tilbúið fyrir spartsl og málningu.

30. september
Innréttingar, innihurðir og gólfefni
Búið að mála, setja upp innréttingar og leggja gólfefni.




10 október
Lokafrágangur og flutt inn
Húsið klárað að fullu, búið að tengja öll ljós, heimilistæki, hreinlætistæki, varmadælu og loftgólfhitakerfi.

Alls 81 virkir dagar frá fyrstu skóflustungu að fullbúnu húsi.

6. júní 2020
Fyrsta skóflustunga
Jarðverktaki undirbýr jarðvegspúða

22. júní 2020
Fráveitu- og inntakslagnir
Merkt og grafið fyrir fráveitu- og inntakslögnum, þær lagðar. Efsta lag sléttað og þjappað