top of page
Screenshot 2025-02-12 092953.png

Forhönnuð og hagkvæm

Við bjóðum upp á mikið úrval af forhönnuðum húsum sem þó er hægt að breyta eftir óskum hvers og eins. Hægt er að skoða forhönnuð hús á heimasíðu Mjöbacks en hér að neðan sýnum við frá okkar hagstæðustu og vinsælustu forhönnuðu húsum.

Eins og gefur að skilja er töluverð hagkvæmni í því að velja forhönnuð hús þar sem búið er að aðlaga þau með hagkvæmni í framleiðslu og reisingu í huga. Húsin hafa reynst afar vel á íslandi.

first choice.png
skogsplantan.png

Hlöðuhús

Mjög skemmtilega hús í hlöðustíl, alls um 200m2, er nýjasta húsið frá framleiðendum Belkod húsanna. Húsinu er skipt í opið stofusvæði með eldhúsi, alls 52 m2 og svefnálmu fyrir börnin eða gestina sem samanstendur af þremur stórum svefnherbergjum, setustofu/sjónvarpsherbergi og nálægð við baðherbergi. Í hinum endanum er stórt hjónaherbergi með sér baði og tilheyrandi fataherbergi. Bratt þakið með uppteknu lofti gefur innra rými hússins skemmtilegan stíl.

 

Sérstaklega skemmtilegt og töff hús fyrir sveitir, borg og bæi.

Að sjálfsögðu má svo fækka herbergjum eða breyta innra skipulagi hússins eftir þínum óskum.

skogs.png

Skogsglantan - Teikningar og myndir

frekari upplýsingar á heimasíðu Mjöbacks

Mjallhvít

Mjallhvít er fyrsta svokallaða „standard“ húsið sem Belkod býður.
Mjallhvít er samskonar hús og First Choice 1.0 Classic frá Mjöbäcksvillan en búið er að gera breytingar til að uppfylla íslenskar reglugerðir að öllu leyti. Mjallhvít er vel skipulagt og hentar barnafjölskyldum sérstaklega vel en einnig pörum og einstaklingum.


Eldhús og stofa liggja saman í opnu og björtu rými og minni svefnherbergin eru í öðrum endanum með sér snyrtingu, tilvalið fyrir börn og/eða gesti. Stórt hjónaherbergið er með sér snyrtingu og fataherbergi. Þvottahús er inn af eldhúsi með hurð út í garð. Hægt er að fá með öfluga útloftunarvarmadælu sem skilar mikilli orku og stuðlar jafnframt að betri loftskiptum.  Einnig er hægt að fá með vandað loftskiptikerfi með varmaendurvinnsluhjóli.

Hægt er að fá Mjallhvítarhúsið í mismunandi útgáfum og ekkert því til fyrirstöðu að skoða allar mögulegar uppfærslur og breytingar sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Hafa skal það þó í huga að ástæðan fyrir því að þetta hús, er okkar hagkvæmasta, er að það er forhannað.

Mjallhvítarhúsið er sennilega eitt umhverfisvænasta húsið á Íslandi í dag!

Screenshot 2025-03-21 102529.png
bottom of page