top of page
Veggurinn okkar
Uppbygging á vegg

Uppbygging á veggnum okkar

9.jpg

MJÖBACKS

Öll okkar grindareiningahús eru framleidd og hönnuð í samráði við Mjöbacks sem er rótgróið, sænskt fjölskyldufyrirtæki. Við höfum unnið með félaginu allt frá byrjun og flutt inn tugi húsa af öllum stærðum og gerðum.

Mjöbäcksvillan hefur byggt hágæða heimili síðan 1970, með áherslu á einstaklingsmiðaðar lausnir, orkunýtni og lágmarks umhverfisáhrif. Húsin eru framleidd í þeirra eigin verksmiðju í Mjöbäck, þar sem rík hefð er fyrir húsasmíði og sérfræðiþekking skín í gegnum hvert verkefni. Fyrirtækið býður bæði sérhönnuð hús og First Choice línuna, sem sameinar hagkvæmni, vandaða hönnun og góðan staðalbúnað. Með áratugalanga reynslu  er Mjöbäcksvillan leiðandi í greininni.

Reynsla og gæði

Við hjá Belkod bjóðum upp á heildarþjónustu í hönnun og innflutningi á grindareiningahúsum. Við veitum faglega ráðgjöf varðandi val á húsi með tilliti til staðsetningar, lóðar og aðstæðna, svo húsið henti sem best aðstæðum og þörfum viðskiptavina okkar.

Með mikla reynslu í húsahönnun og getum við séð um alla þætti ferlisins, þar á meðal hönnun og gerð bygginga- og annarra teikninga, sem við skilum inn til byggingarfulltrúa í samræmi við gildandi reglugerðir. 

Hvort sem um er að ræða heimili, bústaður, hótel eða hvað sem er, leggjum við áherslu á vandaða þjónustu, faglega ráðgjöf og gæði í hverju skrefi. Markmið okkar er að einfalda ferlið fyrir viðskiptavini okkar.

Glæsilegt veiðihús

Allt er mögulegt

Mjöbacks býður upp á mikið úrval af forhönnuðum húsum sem hægt er að breyta eftir óskum hvers og eins.

Oftar en ekki er hagkvæmara að velja slík hús en að sjálfsögðu er hægt að verða við nánast öllum óskum og því ekkert til fyrirstöðu að hanna draumahúsið alveg frá grunni.

Belkod hefur mikla reynslu í hönnun á alls konar eignum, en við höfum komið að ótrúlega mörgum og fjölbreyttum verkefnum, m.a. golfskála, veiðihúsnæði, einbýlishús, parhús og raðhús. 

Frá árinu 2018 hefur Belkod flutt inn tugi eigna af öllum stærðum og gerðum, reynslan er því orðin mikil og leggjum við mikla áherslu á að allt sem fylgir okkar húsum sé gæðabúnaður.

bottom of page