top of page
sodra.jpg

Södra

Hentug lausn fyrir sérbýli, minni eða
stærri fjölbýli og iðnaðar og verslunarhúsnæði. CLT einingarnar frá södra einar þær umhverfisvænstu á íslandi.

Belkod er söluaðili Södra á Íslandi. Södra er eitt það fremsta í heiminum í sínum bransa. Södra umbreytir skógi í endurnýjanlegar, loftslagsvænar vörur. Þeir starfa með 52.000 eigendum skóga og 3.000 starfsmönnum til að framleiða pappírsmassa, sögunartimbur og byggingarefni, sem eru seld á alþjóðlegum mörkuðum.

Södra vinnur með langtímasýn þar sem hvert tré er ræktað í 70 ár áður en það er nýtt. Með stöðugri nýsköpun og fjárfestingum er leitað leiða til að auka virði og sjálfbærni á hverju stigi – frá skógi til viðskiptavinar.

sodra-logo_edited.png

Við höfum hannað og flutt inn fjöldann allan af fjölbreyttum lausnum með CLT-einingum. Við höfum unnið að verkefnum af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá smærri viðbyggingum yfir í stærri fjölbýlishús. Meðal verkefna okkar má nefna einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús, þar sem hver lausn er sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar. CLT-einingar bjóða upp á fjölmarga kosti, svo sem skjótan uppbyggingartíma, mikla styrkleika og umhverfisvæna nálgun. Við leggjum áherslu á gæði, fagmennsku og sjálfbærni í öllum okkar verkefnum, með það að markmiði að skapa endingargóð og falleg heimili sem standast ströngustu byggingarstaðla.

Forest

Er CLT málið?

CLT timbureiningar njóta sífellt meiri vinsælda um allan heim og nú býður BELKOD upp á CLT einingar frá Södra í Svíþjóð. Södra framleiða sjálfir timbur í allar sínar einingar og fylgja ströngum reglum um náttúruvernd og gæði. CLT einingarnar frá Södra eru þær umhverfisvænstu á Íslandi.

 

CLT einingar er hagkvæm, fljótleg og vistvæn leið fyrir minni og stærri byggingar. CLT einingar er traustur byggingamáti sem meðal annars er nýttur til bygginga háhýsa víða um Evrópu.

Krosslímdu timbureiningarnar koma tilsniðnar og tilbúnar til uppsetningar til viðskiptavinar á verkstað. Þegar einingarnar hafa verið reistar eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með klæðningu að eigin vali. Inn- og útveggi má klæða með gipsplötum eða öðru efni beint á einingarnar þar sem lagnir eru fræstar í einingarnar.

bottom of page